Melania og Ivanka ósammála forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2018 19:34 Ivanka Trump og Melania Trump eru ekki alltaf sammála því sem Bandaríkjaforseti segir. Vísir/EPA Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær. Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær.
Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira