Segir ökumenn skynsamari en áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:32 Þung umferð hefur verið um land allt í dag þar sem landsmenn snúa heim eftir ferðalög helgarinnar. Veðurfar hefur haft áhrif á umferð sem annars hefur gengið vel. Búist er við þungri umferð um land allt fram eftir kvöldi. En landsmenn eru margir hverjir á heimferð eftir ferðalög helgarinnar. Fjölmennust var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem um 15 þúsund manns komu saman og hefur verið þung umferð frá Landeyjarhöfn en fyrsta ferð með Herjólfi fór klukkan 2 í nótt og verða sigldar ellefu ferðir í dag. Löng röð hefur myndast á bryggjunni þar sem þjóðhátíðargestir bíða ólmir eftir að komast um borð. Að frátöldu umferðarslysi á Suðurlandinu á föstudag hefur umferðin gengið vel að sögn Samgöngustofu. Þá hafa ferðalangar verið varir við hvassviðri víða um land, sér í lagi á Suðurlandi. Lítið hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en hún hefur verið meiri í höfuðborginni. Annars má segja að flóð í Skaftá og hvassviðri hafi haft áhrif á umferð um verslunarmannahelgina en miklar vindhviður eru á sunnanverðu landinu og sumstaðar hafa þær farið upp í 28 m/s. Hildur Guðjónsdóttir, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir ökumenn almennt skynsamari, upplýstari og þolinmóðari í umferðinni en áður. „Þessi helgi er að koma mjög vel út í samanburði við síðastliðnar helgar. Eftirlit lögreglu hefur verði mjög gott og öflugt. Fólk sýnir mikla skynsemi á vegum landsins. Margir tóku sig til og lögðu fyrr af stað í gær til að forðast hvassviðri og erum við gríðarlega ánægð með það,“ segir Hildur Guðjónsdóttir. Samgöngur Tengdar fréttir Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40 Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. 4. ágúst 2018 13:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þung umferð hefur verið um land allt í dag þar sem landsmenn snúa heim eftir ferðalög helgarinnar. Veðurfar hefur haft áhrif á umferð sem annars hefur gengið vel. Búist er við þungri umferð um land allt fram eftir kvöldi. En landsmenn eru margir hverjir á heimferð eftir ferðalög helgarinnar. Fjölmennust var Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem um 15 þúsund manns komu saman og hefur verið þung umferð frá Landeyjarhöfn en fyrsta ferð með Herjólfi fór klukkan 2 í nótt og verða sigldar ellefu ferðir í dag. Löng röð hefur myndast á bryggjunni þar sem þjóðhátíðargestir bíða ólmir eftir að komast um borð. Að frátöldu umferðarslysi á Suðurlandinu á föstudag hefur umferðin gengið vel að sögn Samgöngustofu. Þá hafa ferðalangar verið varir við hvassviðri víða um land, sér í lagi á Suðurlandi. Lítið hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en hún hefur verið meiri í höfuðborginni. Annars má segja að flóð í Skaftá og hvassviðri hafi haft áhrif á umferð um verslunarmannahelgina en miklar vindhviður eru á sunnanverðu landinu og sumstaðar hafa þær farið upp í 28 m/s. Hildur Guðjónsdóttir, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir ökumenn almennt skynsamari, upplýstari og þolinmóðari í umferðinni en áður. „Þessi helgi er að koma mjög vel út í samanburði við síðastliðnar helgar. Eftirlit lögreglu hefur verði mjög gott og öflugt. Fólk sýnir mikla skynsemi á vegum landsins. Margir tóku sig til og lögðu fyrr af stað í gær til að forðast hvassviðri og erum við gríðarlega ánægð með það,“ segir Hildur Guðjónsdóttir.
Samgöngur Tengdar fréttir Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40 Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. 4. ágúst 2018 13:38 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40
Þó umferðin sé þung hefur hún gengið vel Lítið sem ekkert hefur verið um ölvunar- og fíkniefnaakstur á landsbyggðinni en á annan tug tilfella á höfuðborgarsvæðinu. 4. ágúst 2018 13:38