Gjörningur í kirkjunni í Hrísey hryggir íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Snorri Ásmundsson heldur guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju. „Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
„Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira