Gjörningur í kirkjunni í Hrísey hryggir íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Snorri Ásmundsson heldur guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju. „Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
„Okkur þykir leitt að fólk skuli misnota kirkjuna,“ segir Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar í Hrísey, um gjörning listamannsins Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju síðastliðinn föstudag. Narfi kveðst hafa fengið símtal á mánudaginn í síðustu viku frá konu sem sé í hópi listamanna sem dvalist hafi í Hrísey og verið að gera fallega hluti. „Við höfum lánað kirkjuna fólki sem hefur komið og haft notalega tónleika. Ég kveikti ekki á þessu nafni, Snorri Ásmundsson, þegar ég sagði já,“ segir Narfi. „Hann fer þarna í messuklæði og annað sem hann hafði engin leyfi til að gera og eiginlega dettur engum í hug að gera. Sennilega er tilgangurinn að stuða,“ segir Narfi. Alls ekki hafi verið um tónleika að ræða heldur eitthvað allt annað sem hann ætli ekki að skilgreina. „Jáið var við tónleikum en þetta voru engir tónleikar og ekkert í ætt við neitt svoleiðis.“ Snorri brá sér í tvo messuskrúða úr kirkjunni. Í öðrum þeirra steig hann í predikunarstólinn og ræddi um sjálfan sig við kirkjugesti sem voru um þrjátíu. Snorri Ásmundsson ræddi meðal annars um ljósbera við gesti sína í Hríseyjarkirkju. Messu Snorra var streymt á Facebook og er myndin þaðan.Listamaðurinn gæddi sér á Prins Pólói áður en hann fór úr fyrri messuskrúðanum og lék á píanó. Gestir sungu að beiðni hans Ó, Jesú bróðir besti tvisvar auk tveggja fyrstu línanna í Bjart er yfir Betlehem. Snorri lék líka á orgelið. Undir lokin kvaðst Snorri vona að allir í kirkjunni færu út úr henni sem ljósberar. „Við getum öll orðið ljósberar. Bara að elska, elska. Elskaðu móður þína, elskaðu föður þinn, elskaðu börnin þín. Bara elska allt saman, þá líður okkur svo vel,“ sagði Snorri sem vill halda áfram að messa. „Ég vona að ég fái að vera með messur aftur, víðsvegar, á fleiri stöðum.“ Narfi segir að engir eftirmálar verði gagnvart listafólkinu. „Það er hægt að teygja það og toga að það þurfi að hreinsa þessi klæði. En ég ætla ekki að segja að hann hafi eyðilagt neitt. Sennilega stendur næst okkur að sýna fyrirgefningu.“ Hins vegar segir Narfi að atburðurinn breyti umgengninni við Hríseyjarkirkju. „Þetta verður náttúrlega til þess að það er ekki hægt að treysta neinum. Ef einhverjir óska eftir afnotum þá þarf það að vera undir einhverjum öðrum formerkjum heldur en við höfum gert; að treysta fólki. Það eru þessi skemmdu epli sem skemma fyrir öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrísey Menning Trúmál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira