Bílaumboðið Hekla Hf. hefur tilkynnt Neytendastofu að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðum 2013 til 2015. Á vef Neytendastofu segir að ástæða innköllunarinnar sé að „vatn getur komist komist í kúluliði á þurrkunum og valdið tæringu.“ Það geti orðið til þess að þurrkur verði óvirkar.
Bílarnir þurfi því að undirgangast viðgerð sem felur í sér að skipt er um þurrkuarma. Haft verður samband við eigendur umræddra bifreiða bréfleiðis.
„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef Neytendastofu.
Hekla innkallar Mitsubishi ASX
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur


Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent

Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri
Viðskipti innlent



Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Viðskipti innlent