Bættist í rennsli yfir Suðurlandsveg í nótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 11:47 Töluvert vatn flæðir yfir Suðurlandsveg rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Ágúst Freyr Bjartmarsson Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02