Þrjú kynferðisbrot á borði lögreglu í Vestmannaeyjum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 19:20 lls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Vísir/Óskar Pétur Friðriksson Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira