Arion gjaldfærði 250 milljónir vegna kaupauka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arion banki skuldbatt sig á fyrri helmingi ársins til þess að greiða 247 milljónir króna í kaupaukagreiðslur til starfsmanna samstæðunnar. Samstæðan gjaldfærði þar af 212 milljónir króna vegna greiðslna til starfsmanna bankans, að því er fram kemur í nýbirtum árshlutareikningi bankans. Kaupaukagreiðslurnar sem Arion banki gjaldfærði á síðari helmingi síðasta árs námu alls 252 milljónum króna, að launatengdum gjöldum meðtöldum, og lækkuðu þær því lítillega eða um 5 milljónir króna á milli árshelminga. Greiðslu 40 prósenta kaupaukans er frestað um þrjú ár í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Skuldbinding samstæðunnar, það er bankans og dótturfélaga hans, vegna kaupaukakerfisins nam 792 milljónum króna í lok júnímánaðar samanborið við 942 milljónir króna í lok síðasta árs. Fjöldi stöðugilda hjá samstæðunni var 1.309 í lok júní sem er fjölgun um 86 stöðugildi frá sama tíma fyrir ári og um 25 frá lokum síðasta árs. Laun og launatengd gjöld voru 9.647 milljónir á fyrri árshelmingi og hækkuðu um 10 prósent á milli ára. Í kjölfar skráningar Arion banka á hlutabréfamarkað í júní fékk hver starfsmaður bankans hlutabréf í honum sem samsvara útborgun einna mánaðarlauna, þó að hámarki einni milljón króna. Markaðsvirði bréfanna var 295 milljónir króna þegar bréfunum var úthlutað í júní. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. 7. ágúst 2018 12:00 Greiða 10 milljarða króna í arð til hluthafa Arion banki hagnaðist um 5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 3. ágúst 2018 12:58 Hagnaður Arion dróst saman um 56 prósent Hagnaður Arion banka nam 3,1 milljarði króna á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 56 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 7,1 milljarði króna. 3. ágúst 2018 05:30 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Arion banki skuldbatt sig á fyrri helmingi ársins til þess að greiða 247 milljónir króna í kaupaukagreiðslur til starfsmanna samstæðunnar. Samstæðan gjaldfærði þar af 212 milljónir króna vegna greiðslna til starfsmanna bankans, að því er fram kemur í nýbirtum árshlutareikningi bankans. Kaupaukagreiðslurnar sem Arion banki gjaldfærði á síðari helmingi síðasta árs námu alls 252 milljónum króna, að launatengdum gjöldum meðtöldum, og lækkuðu þær því lítillega eða um 5 milljónir króna á milli árshelminga. Greiðslu 40 prósenta kaupaukans er frestað um þrjú ár í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Skuldbinding samstæðunnar, það er bankans og dótturfélaga hans, vegna kaupaukakerfisins nam 792 milljónum króna í lok júnímánaðar samanborið við 942 milljónir króna í lok síðasta árs. Fjöldi stöðugilda hjá samstæðunni var 1.309 í lok júní sem er fjölgun um 86 stöðugildi frá sama tíma fyrir ári og um 25 frá lokum síðasta árs. Laun og launatengd gjöld voru 9.647 milljónir á fyrri árshelmingi og hækkuðu um 10 prósent á milli ára. Í kjölfar skráningar Arion banka á hlutabréfamarkað í júní fékk hver starfsmaður bankans hlutabréf í honum sem samsvara útborgun einna mánaðarlauna, þó að hámarki einni milljón króna. Markaðsvirði bréfanna var 295 milljónir króna þegar bréfunum var úthlutað í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. 7. ágúst 2018 12:00 Greiða 10 milljarða króna í arð til hluthafa Arion banki hagnaðist um 5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 3. ágúst 2018 12:58 Hagnaður Arion dróst saman um 56 prósent Hagnaður Arion banka nam 3,1 milljarði króna á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 56 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 7,1 milljarði króna. 3. ágúst 2018 05:30 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. 7. ágúst 2018 12:00
Greiða 10 milljarða króna í arð til hluthafa Arion banki hagnaðist um 5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 3. ágúst 2018 12:58
Hagnaður Arion dróst saman um 56 prósent Hagnaður Arion banka nam 3,1 milljarði króna á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 56 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 7,1 milljarði króna. 3. ágúst 2018 05:30