Hjónavígslum á vegum Siðmenntar snarfjölgar Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hér sést Bjarni Snæbjörnsson, einn af athafnarstjórum Siðmenntar, við hjónavígslu á Búðum á Snæfellsnesi. KRISTÍN MARÍA FYRIR PINK ICELAND „Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
„Óskum eftir athöfnum hefur farið fjölgandi á hverju ári síðan við fórum að bjóða upp á þessa þjónustu. Ég held það verði ekkert lát á þessari fjölgun á næstu árum. Giftingar eru mjög algengar meðal erlendra ferðamanna en líka meðal Íslendinga,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar. Það sem af er ári hafa 202 hjónavígslur verið framkvæmdar af Siðmennt en allt síðasta ár voru þær 213 talsins. Á vegum félagsins starfa nú á fjórða tug athafnarstjóra en boðið er upp á nafngjafir, útfarir og fermingu auk hjónavígslna. Samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt hefur fjöldi Íslendinga sem kjósa að láta félagið sjá um hjónavígsluna tvöfaldast á síðustu fimm árum. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur hins vegar margfaldast á þessum tíma. „Við bjóðum af og til upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast athafnarstjórar. Það komast færri að en vilja en við munum þurfa að fjölga meira í framtíðinni eftir því sem eftirspurn eykst.“Sigurður Hólm Gunnarsson, formaður Siðmenntar.Til marks um hina miklu eftirspurn eftir þjónustu Siðmenntar eru 12 athafnir fyrirhugaðar þann 18. ágúst næstkomandi. „Ég held að eftir því sem fleiri eru viðstaddir athafnir á okkar vegum, þeim mun fleiri vita af þessum valkosti og fleiri nýta sér hann. Við höfum ekki auglýst þessa þjónustu sérstaklega. Þetta spyrst einfaldlega út. Það er algengast að við fáum þau svör að fólk hafi heyrt af þessu í gegnum þá sem hafa nýtt sér þjónustuna eða verið viðstaddir athöfn.“ Sjálfur segist Sigurður ekki stjórna mörgum athöfnum en það komi þó fyrir. „Ég er stundum beðinn um að stjórna athöfnum. Það er ótrúlega gaman og einstaklega gefandi að taka þátt í þessu. Ég held að fólk sé að leita að persónulegri athöfn þar sem áherslan er á einstaklingana sjálfa, óháð einhverjum trúarbrögðum. Við leggjum áherslu á hið sammannlega.“ Það er algengt að erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands til að láta gifta sig kjósi að láta athöfnina fara fram úti í náttúrunni. „Við förum í rauninni hvert sem er þangað sem brúðhjónin óska. Það getur verið undir fossi, inni í helli en líka bara heima í stofu. Við erum líka stundum inni í Fríkirkjunni en þar er heimilt að vera með veraldlegar hjónavígslur.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00 Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna. 1. apríl 2018 20:00
Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00