Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2018 21:36 Ísraelsmaður fluttur á sjúkrahús. Vísir/AP Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira