Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hljómsveitin hafði verið að spila á Norður-Spáni og þurfti að taka tvö flug með Vueling til að komast til Íslands. Fyrra flugið gekk vel Verði ljós „Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
„Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun