Spurningu beint til Samtaka atvinnulífsins Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2018 10:09 Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Landið selt? Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. 1. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun