Dásamlegt að hjóla um Ísland þrátt fyrir holótta vegi, rútur í vegkanti og kanadíska flatlendið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 09:00 Jacob Stasso og Cole Truant, kanadískir námsmenn á nítjánda ári, í rigningunni fyrir utan þjónustuðmiðstöðina við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira