Mugabe snýr baki við gömlum félögum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:30 Robert Mugabe, sem var forseti Simbabve í 37 ár, styður ekki fyrrum samherja sína í kosningunum sem fram fara í dag. Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki styðja fyrrverandi samflokksmenn sína í Zanu-FP flokknum í kosningunum sem fram fara í landinu í dag. Þá verður kosinn nýr forseti auk þess sem kosið verður til beggja deilda þingsins. Mugabe hefur ekkert komið fram opinberlega síðan herinn steypti honum af stóli í nóvember síðastliðnum. Hinn 94 ára gamli Mugabe styður MDC, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Forsetaframbjóðandi MDC er hinn fertugi Nelson Chamisa. Á óvæntum fundi með blaðamönnum sagðist Mugabe ekki geta kosið sinn gamla flokk né þá sem væru við völd þar sem þeir hafi valdið sér miklum kvölum. Fréttaskýrendur telja óljóst hvaða áhrif þetta óvænta útspil Mugabe hafi á niðurstöður kosninganna. Meðal þess sem kom fram hjá Mugabe var að hann telur að herinn hafi framið valdarán í nóvember. Þá sakar hann herinn um að brjóta niður lýðræðið. Hann sagði einnig að ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði ætlað að láta eiginkonu sína, Grace Mugabe, taka við forsetaembættinu. Emmerson Mnangagwa, sem kemur úr Zanu-FP flokknum, hefur setið sem forseti frá því að Mugabe lét af völdum. Búist er við að baráttan muni standa milli hins 75 ára gamla starfandi forseta og Chamisa. Kannanir þykja óáreiðanlegar en samkvæmt þeim hefur sitjandi forseti örlítið forskot á Chamisa. Alls eru tuttugu og þrír frambjóðendur í framboði í forsetakosningunum. Mnangagwa var áður einn nánasti samstarfsmaður Mugabe. Hann sakar Chamisa um að hafa gert samkomulag við Mugabe. Hann segir að þeir sem kjósi Chamisa séu í raun að kjósa Mugabe. Valkosturinn sé nýtt Simbabve undir forystu sinni og ZANU-PF flokksins. Rúmlega 5,6 milljónir Simbabvebúa hafa skráð sig á kjörskrá og er tæpur helmingur þeirra 35 ára eða yngri. Ljóst er að næsta forseta landsins bíða ærin verkefni en landið glímir við ýmis alvarleg vandamál í kjölfar 37 ára valdatíðar Mugabe. Skortur er á fjárfestingum, mennta- og heilbrigðiskerfið er sagt í molum auk þess sem atvinnuleysi er gríðarlegt. Þannig er því jafnvel haldið fram að um 90 prósent séu án vinnu sem leitt hefur til þess að margir hafa yfirgefið landið og leitað vinnu í Suður-Afríku.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35 Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Forseti Simbabve óhultur eftir sprengjuárás Háttsettir embættismenn eru sagðir á meðal þeirra sem særðust í sprengingu á kosningafundi forsetans. 23. júní 2018 14:45
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve látinn Morgan Tsvangirai lést í Suður-Afríku í gær, 65 ára að aldri. 15. febrúar 2018 08:35
Simbabve vill aftur í Breska samveldið Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí. 21. maí 2018 15:21
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“