Vonda fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. júlí 2018 10:00 Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun