Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Titter/@CrossFitGames Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018 CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018
CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira