Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Titter/@CrossFitGames Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018 CrossFit Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira
Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018
CrossFit Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira