52 ár í dag síðan að fótboltinn „kom síðast heim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 17:15 Bobby Moore og félagar fagna heimsmeistaratitlinum fyrr 52 árum. Vísir/Getty Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið á þessum degi árið 1966. Englendingar töluðu um að fótboltinn væri að koma heim þegar sigurganga enska landsliðsins stóð yfir á HM í Rússlandi. Ævintýrið endaði hinsvegar í undanúrslitunum og enska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í keppninni. Fótboltinn kom því ekki heim og hefur ekki gert það síðan nákvæmlega fyrir 52 árum síðan.On this day in 1966, football officially came home! pic.twitter.com/LXwmuQfDZK — ESPN FC (@ESPNFC) July 30, 2018 30. júlí 1966 varð England heimsmeistari í fótbolta eftir 4-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Keppnin fór fram í Englandi og úrslitaleikurinn var spilaður fyrir framan rúmlega 96 þúsund manns á Wembley. Geoff Hurst skoraði þrennu í leiknum þar á meðal frægt mark í slána og niður. Menn hafa deilt um það síðan þá hvort að boltinn hafi raunverulega farið inn fyrir marklínuna. Fjórða markið skoraði síðan Martin Peters og kom þá enska liðinu í 2-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar jöfnuðu hinsvegar á 89. mínútu og tryggðu sér framlengingu. Hurst skoraði tvívegis í framlengingunni, á 101. og 120. mínútu, og tryggði Englandi heimsmeistaratitilinn. Það var síðan fyrirliðinn Bobby Moore sem lyfti Jules Rimet bikarnum í leikslok við mikinn fögnuð heimamanna. Oft hefur verið talað um þennan titil sem titil West Ham liðsins því þeir Bobby Moore (fyrirliði), Geoff Hurst (þrjú mörk) og Martin Peters (eitt mark) voru þarna allt leikmenn West Ham. Moore var 25 ára, Hurst 24 ára og Peters 22 ára. Enginn annar West Ham leikmaður var í hópnum hjá Englandi á þessu heimsmeistaramóti en það var Manchester United maðurinn Bobby Charlton sem tryggði enska liðinu sæti í úrslitaleiknum með því að skora bæði mörkin í undanúrslitaleiknum á móti Portúgal. Geoff Hurst skoraði aftur á móti sigurmarkið á móti Argentínu í átta liða úrslitunum.#OnThisDay: our greatest day. pic.twitter.com/EOesOyobhZ — England (@England) July 30, 2018
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira