Stærsta skuldbinding Landsbankans hækkaði um 16 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Landsbankinn segir lausafjárstöðu bankans áfram sterka. Fréttablaðið/Stefán Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Stærsta einstaka áhættuskuldbinding Landsbankans jókst um ríflega 16 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og nam tæpum 44 milljörðum króna eða sem jafngildir 19,2 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok júnímánaðar. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri bankans sem birt var í síðustu viku. Eins og Markaðurinn hefur greint frá, fjármagnaði bankinn 22 milljarða kaup Brims á ríflega þriðjungshlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda í apríl síðastliðnum. Var lánið veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nam ríflega 27 milljörðum króna eða 11,4 prósentum af eiginfjárgrunni bankans í lok síðasta árs og jókst um 7,8 prósentustig á fyrri helmingi þessa árs. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Eiginfjárgrunnur Landsbankans var rúmlega 229 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs. Tekið er fram í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans að umrædd áhættuskuldbinding sé innan áhættuvilja bankans. Þá sé lausafjárstaða bankans áfram sterk og lausafjár- og fjármögnunarhlutfall séu vel umfram lögbundin lágmörk. Í afkomukynningu bankans vegna uppgjörsins kemur auk þess fram að lán hans til sjávarútvegs hafi aukist um tugi milljarða á öðrum fjórðungi ársins og hafi samanlagt numið tæplega 150 milljörðum króna í lok júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00 Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00 Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Studdu ekki brottrekstur forstjórans Tveir stjórnarmenn töldu rétt að bíða þar til yfirtökutilboð Brims í HB Granda var runnið út. Einhugur um ráðningu Guðmundar í forstjórastólinn. Ráðninguna bar mjög brátt að og hún kom stórum hluthöfum í útgerðinni nokkuð á óvart á þessum tímapunkti. 27. júní 2018 07:00
Vilja ekki missa einu útgerðina af markaði Veruleg samlegðaráhrif skapast með kaupum Brims á þriðjungshlut í HB Granda. Ólíklegt þykir að lífeyrissjóðir í hópi stærstu hluthafa HB Granda muni taka yfirtökutilboði Brims. Hópur hluthafa telur aðkomu Hvals að HB Granda hafa skaðað sjávarútvegsfyrirtækið. 25. apríl 2018 07:00
Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. 30. maí 2018 06:00