Skylduþátttaka Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2018 10:00 Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Tengdar fréttir Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana.
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun