Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Rebekka segir Rauðasand, Látrabjarg og Selárdal toga ferðamenn vestur. Þó sé hún enn að hitta Íslendinga sem aldrei hafi komið til Vestfjarða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
„Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00