Áfram framkvæmdastjóri CBS þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 10:44 Utanaðkomandi aðilar verða fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóra CBS. Honum verður ekki gert að stíga til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Vísir/getty Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45