Segir vörslusviptingu hrossa í Þrastalundi „ástæðulausan hamagang“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 15:15 Árni Stefán Árnason, lögfræðingur. fréttablaðið/stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán. Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur, gagnrýnir aðferðir dýraeftirlitsmanns hjá Matvælastofnun, MAST, þegar Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar var sviptur tveimur hrossum sem voru í vörslu hans í Þrastalundi. Árni Stefán segir málið „ástæðulausan hamagang.“ Árni Stefán segir málsmeðferð MAST í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga. Í tilkynningu frá MAST vegna málsins í morgun sagði að umráðamaður hefði verið sviptur tveimur hryssum, annarri með folaldi og hin fylfull, þar sem þær hefðu verið í gerði án aðgangs að beit og tryggri brynningu. Að sögn Árna Stefáns er þessi lýsing á aðbúnaði dýranna ekki rétt þar sem hey hafi verið hjá hestunum og vatn. Samkvæmt gögnum málsins liðu þrír dagar frá því að hestirnir komu í gerðið við Þrastalund og þar til búið var að svipta eigandann þeim.Fékk frest fram á mánudag til að bæta aðbúnað Daginn eftir að þeir komu í gerðið, það er á fimmtudegi, var stórri heyrúllu komið þar fyrir sem og sérstökum vatnsfötum, salti og fóðurbæti. Síðdegis á föstudegi kom síðan dýraeftirlitsmaður MAST og tilkynnti starfsmanni Þrastalundar að hann kæmi klukkan 19 það sama kvöld og tæki hestana ef þeim yrði ekki komið í beitarhólf. Síðar um kvöldið fékk Sverrir frest fram til mánudags hjá dýraeftirlitsmanninum til að koma upp rennandi vatni hjá hestunum, samkvæmt gögnum málsins. Daginn eftir, á laugardagsmorgninum, kom hins vegar dýraeftirlitsmaðurinn og tilkynnti Sverri að ekki væri komið rennandi vatn. Hann sagðist myndu koma aftur klukkan 12 til að kanna hvort að komið væri rennandi vatn sem komið var klukkan 11:30 samkvæmt Sverri.Kom í fylgd lögreglu og tók hestana Klukkan 13 kom svo dýraeftirlitsmaðurinn í lögreglufylgd og tók hestana og sagði að þeir þyrftu að vera með sérstakt brynningartæki. Árni Stefán segir að samkvæmt umbjóðanda sínum sé löngu búið að koma upp brynningartæki, nægt hey sé til staðar og þá hafi verið opnað fyrir beitaraðstöðu til vestur og austurs. Vörslusviptingin gildir fram í næstu viku en Árni Stefán gagnrýnir sviptinguna sem hann segir að eigi að framkvæma nema í neyð. „Vandamálið er það að það næst ekki í héraðsdýralækni til að taka út aðstöðuna og gefa grænt ljós á þetta. Þetta gerðist allt mjög hratt og snöggt og algjörlega ástæðulaus hamagangur,“ segir Árni Stefán. Hann segir þennan mikla hraða málsins algjörlega í andstöðu við meginreglu stjórnsýslulaga um málsmeðferð. „Það er verulega gengið á rétt umbjóðanda míns,“ segir Árni Stefán.
Dýr Tengdar fréttir Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Skildi hvolp eftir einan heima í lengri tíma Matvælastofnun tók nýverið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröfur sem eru samkvæmt lögum um velferð dýra og annars vegar reglugerðar um velferð hrossa og hins vegar reglugerðar um velferð gæludýra. 20. júlí 2018 09:56
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent