Myndarleg lægðarhringrás gæti fært hlýrra loft til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2018 10:08 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira