Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2018 13:55 Hótel Adam er staðsett við hlið Krambúðarinnar á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. visir/Anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka Hótel Adam á Skólavörðustíg á mánudag að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn afhentu forsvarsmönnum Hótel Adam bréf þess efnis síðastliðinn föstudag þar sem þeim var tilkynnt að þeir hefðu 48 klukkustundir til að undirbúa lokunina. Var tveggja sólarhringar frestur gefinn svo það myndi ekki bitna á ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu á hótelinu og hægt væri að gera ráðstafanir þess efnis, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Stundin hefur fjallað ítarlega um málefni Hótel Adam undanfarnar vikur. Blaðamaður Stundarinnar var með í för þegar eftirlitsfulltrúar frá VR og Eflingu fóru í heimsókn á hótelið síðastliðinn þriðjudag.Samkvæmt frétt Stundarinnar reyndist rekstrarleyfi hótelsins hafa runnið út fyrir rúmum þremur árum og var því haldið fram að verið væri að leigja út mun fleiri herbergi en leyfi var fyrir. Greint var frá því í maí síðastliðnum að Íslandsbanki hefði farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 í Reykjavík yrði sett á nauðungarsölu, en húsið er í eigu Ragnars Guðmundssonar sem rekur Hótel Adam.Viðskiptablaðið vakti athygli á sölunni í maí síðastliðnum og vísaði í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar kom fram að kröfur Íslandsbanka hljóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Átti að taka beiðnin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Hlíðasmára í Kópavogi 14. júní síðastliðinn ef ekki var búið greiða kröfurnar fyrir þann tíma. Hótel Adam komst í sviðsljósið fyrir rúmum tveimur árum þegar gestir vöktu athygli á því að varað væri við því að drekka vatn úr krana en hægt væri að kaupa vatnsflöskur merktar hótelinu á 400 krónur. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varaði við vatninu í krönunum en seldi sama vatn í flöskum á 400 krónur "We recommend drinking bottled water, not from the tap“ voru skilaboðin sem gestirnir á hótelinu fengu. 10. mars 2016 14:04 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka Hótel Adam á Skólavörðustíg á mánudag að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn afhentu forsvarsmönnum Hótel Adam bréf þess efnis síðastliðinn föstudag þar sem þeim var tilkynnt að þeir hefðu 48 klukkustundir til að undirbúa lokunina. Var tveggja sólarhringar frestur gefinn svo það myndi ekki bitna á ferðamönnum sem áttu bókaða gistingu á hótelinu og hægt væri að gera ráðstafanir þess efnis, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Stundin hefur fjallað ítarlega um málefni Hótel Adam undanfarnar vikur. Blaðamaður Stundarinnar var með í för þegar eftirlitsfulltrúar frá VR og Eflingu fóru í heimsókn á hótelið síðastliðinn þriðjudag.Samkvæmt frétt Stundarinnar reyndist rekstrarleyfi hótelsins hafa runnið út fyrir rúmum þremur árum og var því haldið fram að verið væri að leigja út mun fleiri herbergi en leyfi var fyrir. Greint var frá því í maí síðastliðnum að Íslandsbanki hefði farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 í Reykjavík yrði sett á nauðungarsölu, en húsið er í eigu Ragnars Guðmundssonar sem rekur Hótel Adam.Viðskiptablaðið vakti athygli á sölunni í maí síðastliðnum og vísaði í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar kom fram að kröfur Íslandsbanka hljóði upp á tæplega 25 milljónir króna. Átti að taka beiðnin fyrir á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Hlíðasmára í Kópavogi 14. júní síðastliðinn ef ekki var búið greiða kröfurnar fyrir þann tíma. Hótel Adam komst í sviðsljósið fyrir rúmum tveimur árum þegar gestir vöktu athygli á því að varað væri við því að drekka vatn úr krana en hægt væri að kaupa vatnsflöskur merktar hótelinu á 400 krónur.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varaði við vatninu í krönunum en seldi sama vatn í flöskum á 400 krónur "We recommend drinking bottled water, not from the tap“ voru skilaboðin sem gestirnir á hótelinu fengu. 10. mars 2016 14:04 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Varaði við vatninu í krönunum en seldi sama vatn í flöskum á 400 krónur "We recommend drinking bottled water, not from the tap“ voru skilaboðin sem gestirnir á hótelinu fengu. 10. mars 2016 14:04
Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48
Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12
Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40