Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2018 21:45 Keflavík hefur ekki enn unnið leik í Pepsi-deildinni. vísir/bára „Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap liðsins gegn nágrönnunum í Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Keflavík byrjaði ágætlega en eftir að Grindvíkingar komust yfir virtust Keflvíkingar svolítið missa trúna á að þeir gætu unnið sig til baka inn í leikinn. „Mörkin draga dálítið úr okkur og markið í byrjun seinni hálfleiks nánast drepur okkur. Við megum ekki láta það gerast, sama hvernig staðan er þá verðum við að halda áfram að þjappa okkur saman og hafa góð áhrif á hvorn annan,“ bætti Eysteinn við en Keflavík hefur ekki unnið leik í sumar og ekki skorað mark síðan 4.júní. „Það þarf hrikalega sterk bein til að standa í þessu og er ekkert fyrir hvern sem er. Það er allavega engin uppgjöf í mér og við förum yfir þetta á morgun og stefnum á að gera betur í þessum leik.“ Þetta var annar leikurinn sem Eysteinn stjórnar eftir að hann tók við sem þjálfari af Guðlaugi Baldurssyni. Hverju hefur hann helst verið að vinna í hjá liðinu eftir að hann tók við? „Það er hugarfarið hjá mönnum fyrst og fremst. Koma því í gang að menn missi ekki trúna og að þeir sjái að það séu leiðir til að vinna leikina. Þær eru til staðar þó við höfum steinlegið í dag, þetta er ekki vonlaust.“ Það var fínasta mæting á leikinn í dag og ekki síst hjá stuðningsmönnum Keflavíkur sem virðast síður en svo vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir dapurt gengi liðsins. „Ég á varla orð yfir okkar stuðningsmenn að þeir skuli ennþá standa með okkur, mæta svona margir og vera að hvetja hér í lokin. Það sýnir gríðarlegan karakter. Við megum náttúrulega ekki fara í neina sjálfsvorkunn því við þurfum að þjappa okkur saman og vinna þetta saman.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap liðsins gegn nágrönnunum í Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Keflavík byrjaði ágætlega en eftir að Grindvíkingar komust yfir virtust Keflvíkingar svolítið missa trúna á að þeir gætu unnið sig til baka inn í leikinn. „Mörkin draga dálítið úr okkur og markið í byrjun seinni hálfleiks nánast drepur okkur. Við megum ekki láta það gerast, sama hvernig staðan er þá verðum við að halda áfram að þjappa okkur saman og hafa góð áhrif á hvorn annan,“ bætti Eysteinn við en Keflavík hefur ekki unnið leik í sumar og ekki skorað mark síðan 4.júní. „Það þarf hrikalega sterk bein til að standa í þessu og er ekkert fyrir hvern sem er. Það er allavega engin uppgjöf í mér og við förum yfir þetta á morgun og stefnum á að gera betur í þessum leik.“ Þetta var annar leikurinn sem Eysteinn stjórnar eftir að hann tók við sem þjálfari af Guðlaugi Baldurssyni. Hverju hefur hann helst verið að vinna í hjá liðinu eftir að hann tók við? „Það er hugarfarið hjá mönnum fyrst og fremst. Koma því í gang að menn missi ekki trúna og að þeir sjái að það séu leiðir til að vinna leikina. Þær eru til staðar þó við höfum steinlegið í dag, þetta er ekki vonlaust.“ Það var fínasta mæting á leikinn í dag og ekki síst hjá stuðningsmönnum Keflavíkur sem virðast síður en svo vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir dapurt gengi liðsins. „Ég á varla orð yfir okkar stuðningsmenn að þeir skuli ennþá standa með okkur, mæta svona margir og vera að hvetja hér í lokin. Það sýnir gríðarlegan karakter. Við megum náttúrulega ekki fara í neina sjálfsvorkunn því við þurfum að þjappa okkur saman og vinna þetta saman.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30