Bið eftir þinglýsingu styttist í sekúndubrot Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust sem gerir kleift að senda inn skjöl til þinglýsingar með rafrænum hætti. Þannig verður biðin eftir þinglýsingu stytt niður í jafnvel nokkur sekúndubrot. Hljóti frumvarpið brautargengi í vetur geta fasteignasalar og fjármálastofnanir fengið aðgang að tölvukerfi sem verður gangsett í mars. Þar verður hægt að senda inn kaupsamninga, veðleyfi og veðskuldabréf með rafrænu auðkenni. Hönnun kerfisins er langt á veg komin en frumvarpið sjálft er tilbúið til framlagningar. „Breytingarnar munu flýta fyrir þinglýsingu skjala enda verður ferlið nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þannig náum við að draga verulega úr umstangi fólks í kringum þinglýsingar og létta á vinnuálagi hjá sýslumannsembættunum.“ Sigríður segir að atvinnulífið hafi beðið lengi eftir rafrænum þinglýsingum en málið var fyrst tekið til skoðunar árið 2010.„Þetta mál var búið að velkjast um alltof lengi í stjórnkerfinu að mínu mati og ég lagði því áherslu á að koma því í gegn.“ Dómsmálaráðuneytið áætlaði á árinu 2010 að sparnaður hjá sýslumannsembættinu vegna rafrænnar þinglýsingar á veðskuldabréfum yrði að minnsta kosti 70 milljónir. Þá áætluðu fjármálafyrirtæki að þau gætu sparað að lágmarki 5.500 krónur á hvert veðskuldabréf í formi pappírs og vinnu sem samsvarar mörg hundruð milljónum króna ári. Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að með tilkomu rafrænna þinglýsinga verði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. „Séu skjölin hins vegar ófullnægjandi er þeim vísað frá á sekúndubrotum eða þau fara í handvirka vinnslu sem getur þá tekið lengri tíma. Það verður nokkur fjöldi í byrjun sem fer í handvirka vinnslu en sá hluti verður alltaf minni og minni eftir því sem árin líða,“ segir Bergþóra. Bið eftir þinglýsingu kaupsamninga hjá sýslumanni hefur lengst upp í rúmlega tvær vikur frá því í mars vegna manneklu en dæmi eru um margra mánaða bið Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00 Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust sem gerir kleift að senda inn skjöl til þinglýsingar með rafrænum hætti. Þannig verður biðin eftir þinglýsingu stytt niður í jafnvel nokkur sekúndubrot. Hljóti frumvarpið brautargengi í vetur geta fasteignasalar og fjármálastofnanir fengið aðgang að tölvukerfi sem verður gangsett í mars. Þar verður hægt að senda inn kaupsamninga, veðleyfi og veðskuldabréf með rafrænu auðkenni. Hönnun kerfisins er langt á veg komin en frumvarpið sjálft er tilbúið til framlagningar. „Breytingarnar munu flýta fyrir þinglýsingu skjala enda verður ferlið nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þannig náum við að draga verulega úr umstangi fólks í kringum þinglýsingar og létta á vinnuálagi hjá sýslumannsembættunum.“ Sigríður segir að atvinnulífið hafi beðið lengi eftir rafrænum þinglýsingum en málið var fyrst tekið til skoðunar árið 2010.„Þetta mál var búið að velkjast um alltof lengi í stjórnkerfinu að mínu mati og ég lagði því áherslu á að koma því í gegn.“ Dómsmálaráðuneytið áætlaði á árinu 2010 að sparnaður hjá sýslumannsembættinu vegna rafrænnar þinglýsingar á veðskuldabréfum yrði að minnsta kosti 70 milljónir. Þá áætluðu fjármálafyrirtæki að þau gætu sparað að lágmarki 5.500 krónur á hvert veðskuldabréf í formi pappírs og vinnu sem samsvarar mörg hundruð milljónum króna ári. Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að með tilkomu rafrænna þinglýsinga verði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. „Séu skjölin hins vegar ófullnægjandi er þeim vísað frá á sekúndubrotum eða þau fara í handvirka vinnslu sem getur þá tekið lengri tíma. Það verður nokkur fjöldi í byrjun sem fer í handvirka vinnslu en sá hluti verður alltaf minni og minni eftir því sem árin líða,“ segir Bergþóra. Bið eftir þinglýsingu kaupsamninga hjá sýslumanni hefur lengst upp í rúmlega tvær vikur frá því í mars vegna manneklu en dæmi eru um margra mánaða bið
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00 Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00
Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00
Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent