Húsið við Stigahlíð tómt í lok vikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 19:30 Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15
Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56
Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30
Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30
Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45
Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30