Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2018 20:15 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB Skjáskot úr frétt Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur. Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur.
Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00