Biðla til allra í Laos um hjálp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Sléttur Attapeu-fylkis eru á kafi í vatni eftir að stífla brast Vísir/AFP Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“ Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24