Mesti hiti í 262 ár Elín Albertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 06:00 Það getur verið erfitt og leiðigjarnt að vera alltaf í mikilli sól og hita. Það hafa Svíar fengið að reyna í sumar með ýmsum slæmum afleiðingum. Vísir/Getty Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40
Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02