Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. júlí 2018 19:30 Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun. Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun.
Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent