Sjö ljósmæður draga uppsagnir til baka Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 18:38 Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35