Pólitík í predikunarstól Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:00 Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun