Sveinstindur við Langasjó Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Útsýni frá Sveinstindi til norðurs, yfir Langasjó til Vatnajökuls. Fögrufjöll eru hægra megin á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00