Sveinstindur við Langasjó Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Útsýni frá Sveinstindi til norðurs, yfir Langasjó til Vatnajökuls. Fögrufjöll eru hægra megin á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00