Enn hrapar þyrla með gírkassann frá Airbus Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Þyrland var með sama gírkassa og nýjar vélar Landhelgisgæslunnar. defence-blog Þyrla með sams konar gírkassa og er í tveimur þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu frá Noregi hrapaði í Suður-Kóreu fyrir níu dögum. Vefurinn Defence-Blog.com, sem fjallar um hernaðarmál, birtir myndband af slysinu úr eftirlitsmyndavél á flugvellinum í Pohang í Suður-Kóreu. Kemur fram að herþyrla hafi verið að leggja upp í reynsluflug síðdegis 17. júlí. Þyrlan er af gerðinni MUH-1 Surion. Sú tegund er framleidd í samstarfi við Airbus sem leggur meðal annars til gírkassa í vélarnar. „Þyrlan hrapaði í reynsluflugi. Herinn mun setja saman rannsóknarteymi til að finna nákvæmlega ástæðuna fyrir slysinu,“ er haft eftir embættismanni í Suður-Kóreu. Litlar opinberar fréttir eru af málinu þar sem ekki var um borgaralegt flug að ræða en myndbandið er á frettabladid.is. Flughæð þyrlunnar var aðeins um tíu metrar þegar aðalspaði hennar losnaði af og vélin steyptist til jarðar. Eldur kom upp í flakinu og aðeins einn af sex um borð lifði af. Er um að ræða sams konar slys og í Noregi 2016 þar sem þrettán fórust og í Skotlandi 2009 þar sem sextán manns létu lífið. Voru þær þyrlur af Super Puma gerð – sams konar vélar og Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á með því að taka því sem lýst var sem „tilboð aldarinnar“ í innanhússpósti hjá stofnuninni.Eftir slysið í Noregi 2016 voru þyrlur með þessa tilteknu gírkassa frá Airbus kyrrsettar, átti það líka við um MUH-1 Surion í Suður-Kóreu. Þeirri kyrrsetningu var síðar aflétt eftir að Airbus hafði kynnt mótvægisaðgerðir. Þær fólust meðal annars í segli sem nema á málmflísar sem losna og í því að stytta notkunartíma gírkassanna niður í aðeins fjórðung af því sem áður var. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu kynnti rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi 5. júlí síðastliðinn lokaniðurstöður sínar varðandi þyrluslysið 2016. Þá voru aðeins fáeinar vikur frá því að Landhelgisgæslan gekk að skynditilboði um að taka áðurnefndar þyrlur á leigu. Rannsóknarnefndin sagði meðal annars ósannað að ekki gætu enn þróast leyndar málmþreytusprungur í gírkössunum. Airbus verði að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis. Það væri hins vegar á ábyrgð annarra en nefndarinnar að skera úr um lofthæfi vélanna. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði eftir útkomu norsku skýrslunnar að sérfræðingar stofnunarinnar myndu á vikunum á eftir kynna sér efni hennar. Ekki fengust upplýsingar um stöðu þess máls hjá Landhelgisgæslunni í gær. Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Þyrla með sams konar gírkassa og er í tveimur þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu frá Noregi hrapaði í Suður-Kóreu fyrir níu dögum. Vefurinn Defence-Blog.com, sem fjallar um hernaðarmál, birtir myndband af slysinu úr eftirlitsmyndavél á flugvellinum í Pohang í Suður-Kóreu. Kemur fram að herþyrla hafi verið að leggja upp í reynsluflug síðdegis 17. júlí. Þyrlan er af gerðinni MUH-1 Surion. Sú tegund er framleidd í samstarfi við Airbus sem leggur meðal annars til gírkassa í vélarnar. „Þyrlan hrapaði í reynsluflugi. Herinn mun setja saman rannsóknarteymi til að finna nákvæmlega ástæðuna fyrir slysinu,“ er haft eftir embættismanni í Suður-Kóreu. Litlar opinberar fréttir eru af málinu þar sem ekki var um borgaralegt flug að ræða en myndbandið er á frettabladid.is. Flughæð þyrlunnar var aðeins um tíu metrar þegar aðalspaði hennar losnaði af og vélin steyptist til jarðar. Eldur kom upp í flakinu og aðeins einn af sex um borð lifði af. Er um að ræða sams konar slys og í Noregi 2016 þar sem þrettán fórust og í Skotlandi 2009 þar sem sextán manns létu lífið. Voru þær þyrlur af Super Puma gerð – sams konar vélar og Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á með því að taka því sem lýst var sem „tilboð aldarinnar“ í innanhússpósti hjá stofnuninni.Eftir slysið í Noregi 2016 voru þyrlur með þessa tilteknu gírkassa frá Airbus kyrrsettar, átti það líka við um MUH-1 Surion í Suður-Kóreu. Þeirri kyrrsetningu var síðar aflétt eftir að Airbus hafði kynnt mótvægisaðgerðir. Þær fólust meðal annars í segli sem nema á málmflísar sem losna og í því að stytta notkunartíma gírkassanna niður í aðeins fjórðung af því sem áður var. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu kynnti rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi 5. júlí síðastliðinn lokaniðurstöður sínar varðandi þyrluslysið 2016. Þá voru aðeins fáeinar vikur frá því að Landhelgisgæslan gekk að skynditilboði um að taka áðurnefndar þyrlur á leigu. Rannsóknarnefndin sagði meðal annars ósannað að ekki gætu enn þróast leyndar málmþreytusprungur í gírkössunum. Airbus verði að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis. Það væri hins vegar á ábyrgð annarra en nefndarinnar að skera úr um lofthæfi vélanna. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði eftir útkomu norsku skýrslunnar að sérfræðingar stofnunarinnar myndu á vikunum á eftir kynna sér efni hennar. Ekki fengust upplýsingar um stöðu þess máls hjá Landhelgisgæslunni í gær.
Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00