Körfubolti

Skallagrímur fær Kana beint úr háskólaævintýri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aundre Jackson er hér lengst til vinstri í baráttu við þýska tröllið Moritz Wagner sem var valinn af LA Lakers í nýliðavalinu á dögunum
Aundre Jackson er hér lengst til vinstri í baráttu við þýska tröllið Moritz Wagner sem var valinn af LA Lakers í nýliðavalinu á dögunum vísir/getty
Framherjinn Aundre Jackson hefur samið við nýliða Skallagríms og mun leika með liðinu í Dominos deild karla á komandi leiktíð.

Í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Skallagríms sendir frá sér segir að Aundre sé 196 sentimetrar á hæð og 110 kíló að þyngd. Hann er að koma beint úr háskólaboltanum vestanhafs.

Þar lék hann með Loyola háskólanum í Chicago og var hluti af liði sem komst óvænt í undanúrslit NCAA deildarinnar. Aundre skilaði 11 stigum að meðaltali í leik auk þess að taka 3,2 fráköst að meðaltali og var að spila um 19 mínútur í leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×