Tólf ára gömul með forsíðumyndina á mest lesna dagblaði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:15 Myndin sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins sést hér til vinstri en til hægri er Matthildur Embla ásamt litlu systur sinni Kolfinnu Kötlu. Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið. Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið.
Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira