Tólf ára gömul með forsíðumyndina á mest lesna dagblaði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 12:15 Myndin sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins sést hér til vinstri en til hægri er Matthildur Embla ásamt litlu systur sinni Kolfinnu Kötlu. Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið. Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Hin 12 ára gamla Matthildur Embla Benediktsdóttir náði ansi eftirsóttu plássi á forsíðu Fréttablaðsins, mest lesna dagblaði landsins, í dag en hún átti forsíðumyndina, hvorki meira né minna. Myndin er af Dettifossi þar sem Matthildur var á ferð með pabba sínum, systur, ömmu og afa, frænda og frænku í gær. Í samtali við Vísi segir Matthildur að henni þyki rosa gaman að hafa átt forsíðumynd á blaðinu sem svo margir landsmenn lesa á hverjum degi. Á myndinni sést vel hvernig ferðamenn austanmegin við fossinn hættu sér oft á tíðum mjög nálægt brúninni en aðspurð hvers vegna hún smellti af segir Matthildur að henni hafi þótt það sem hún sá svo flott.En varstu ekkert hrædd um að sjá einhvern ferðamann detta? „Jú, það var einn sem var kominn alveg á brúnina,“ segir hún. Matthildur segir að það hafi rignt í gær en svo hafi komið „steikjandi hiti,“ eins og hún orðar það. Það er því ekki að furða að steinar og klappir við fossinn hafi verið sleipir auk þess sem mikill úði kemur auðvitað frá fossinum sjálfum.Þessi fallega mynd er líka tekin af Matthildi Emblu.matthildur emblaFengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna Matthildur fer í 7. bekk í haust en hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og hefur verið að taka myndir síðan hún var 10 ára. Hún segist ekki eiga sína eigin myndavél en hún taki mikið af myndum á símann sinn og svo gerir hún svokölluð „slow-mo“-myndbönd. Forsíðumynd Fréttablaðsins tók Matthildur á myndavél ömmu sinnar en hún segir drauminn að eignast sína eigin vél. Faðir Matthildar, Benedikt Bóas Hinriksson, hefur starfað sem blaðamaður í mörg ár, bæði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir dóttur sína oft hafa komið með sér í alls konar verkefni tengd vinnu og þá fengið góð ráð frá ljósmyndurum blaðanna, til dæmis þeim Árna Sæberg og Eggerti Jóhannessyni á Morgunblaðinu og Sigtryggi Ara Jóhannssyni á Fréttablaðinu. Matthildur segist ekki hafa farið á nein ljósmyndanámskeið en hún segir að sig langi örugglega einhvern tímann í framtíðinni að læra eitthvað meira í tengslum við áhugamálið.
Fjölmiðlar Krakkar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira