Tíminn verður að leiða í ljós hvort tónleikarnir hafi varanleg áhrif á völlinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 21:26 Sviðið á Laugardalsvelli var ansi stórt. Vísir/Birgir Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“ Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“
Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21