Tíminn verður að leiða í ljós hvort tónleikarnir hafi varanleg áhrif á völlinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 21:26 Sviðið á Laugardalsvelli var ansi stórt. Vísir/Birgir Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“ Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Grasið á Laugardalsvelli er í góðu standi eftir stórtónleika rokksveitarinnar Guns N‘ Roses sem haldnir voru á vellinum á þriðjudagskvöld. Að sögn vallarstjóra virðast tónleikarnir ekki hafa haft varanleg áhrif á völlinn. Ef þau birtist hins vegar síðar verði brugðist við á viðeigandi hátt. „Vellinum líður bara mjög vel,“ segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Vísi. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Þróttur að spila fótboltaleik á honum þannig að þetta gekk bara frábærlega.“Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli.Mynd/SkjáskotKristinn segir skipulag og samstarf KSÍ og Laugardalsvallar við tónleikahaldara hafa gengið afar vel. „Allir sem komu að þessu voru með sitt á hreinu og fáir sem engir hnökrar.“Sjá einnig: Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N' Roses á Laugardalsvelli Sérstakt gólf var lagt yfir völlinn fyrir tónleikana til að hlífa grasinu sem best. Þegar var hafist handa við að taka gólfið af vellinum að tónleikunum loknum og tók verkið töluverðan tíma. Aðspurður segir Kristinn að þrátt fyrir að völlurinn sé í góðu ásigkomulagi sjái örlítið á honum. „Við tökum alveg eftir því að það hafi verið tónleikar á vellinum. En þetta er ekkert sem við bjuggumst ekki við eða vorum ekki undirbúin fyrir.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær talaði Kristinn um að svæðið undir sviðinu, sem var níðþungt, hafi verið stærsta spurningarmerkið. Inntur eftir því hvort þunginn muni koma til með að hafa varanleg áhrif á völlinn segir Kristinn það ólíklegt. „Ég get ekki sagt það. Af því að við fórum í verkefni þar sem við vorum að gera allt í fyrsta skipti þá vorum við með... kannski ekki áhyggjur, heldur vissum ekki alveg hvað tæki við þegar gólfið færi af. Við vorum búin að gera okkur hugmyndir um það og bjuggumst við því sem birtist í nótt,“ segir Kristinn. „Varanleg áhrif birtast kannski seinna en það er þá eitthvað sem við tæklum þá. Tíminn verður bara að leiða það í ljós.“
Fótbolti Tónlist Tengdar fréttir Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Rúmlega 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses á Laugardalsvelli Stærstu seldu tónleikar Íslandssögunnar áttu sér stað þriðjudagskvöldið þegar bandaríska rokksveitin Guns N' Roses lék á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 25 þúsund tónleikagesti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum tónleikanna, Solstice Production. 26. júlí 2018 11:30
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
Svæðið undir níðþungu sviðinu stærsta spurningamerkið Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir stórtónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli hafa gengið vel og tónleikagesti upp til hópa hafa komið vel fram, þrátt fyrir talsverða ölvun. 25. júlí 2018 21:21