Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2018 17:15 María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur. Vísir/María Rut Kristinsdóttir María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. María Rut ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttir, hefur verið framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti síðustu ár og var hún meðal annars talskona Druslugöngunnar á árunum 2013-2015. Í ræðu sinni talaði María um ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns og hvaða áhrif það hafði á hana. Hún segist hafa ætlað að harka ofbeldið af sér og lokaði á allar tilfinningar eftir tveggja ára ferli innan réttarkerfisins, en uppeldisfaðir hennar var sýknaður í málinu. Það var því kærkomið þegar Druslugangan hafði samband við hana árið 2013 og bað hana um að vera talskona göngunnar. Hún hafði þá tjáð sig um ofbeldið í fjölmiðlum og tilboðið komið flatt upp á hana, en hún hafi fundið kraftinn til að horfast í augu við áhrif ofbeldisins.María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur, í göngunni í dag.Vísir/María Rut Kristinsdóttir„Með hjálp Drusluteymisins, sem ég elska af öllu hjarta, og með því að fara í ótal viðtöl til að ræða mikilvægi göngunnar og þess að uppræta ofbeldið fann ég að hægt og rólega gat ég skorið af mér þau þykku lög sem ég var búin að smyrja utan um mig og berskjaldaði mig alltaf meir og meir. Það var dýrmætt.“ Í ræðunni segir María það vera mikilvægt að umræðan sé opnuð, því það að geta rætt opinskátt um ofbeldið geti verið mikilvægt skref í bataferli þolenda. Hennar eigin heilun hafi falist í því að tjá sig og það séu mistök að loka tilfinningar inni. „Tilfinningar eru nefnilega eins og suðupottur, ef maður setur lokið á mun alltaf flæða upp úr.“ Samfélagið þurfi að ákveða hvernig tekið sé á móti gerendum María segir þróun göngunnar hafa verið ótrúlega og hún hafi verið stór þáttur í því að þolendur hafi loksins fundið hugrekkið til að stíga fram. Samstaðan sé einstök og það veiti þolendum kraft til þess að rjúfa þögnina sem hefur fengið að ráða för alltof lengi. Þá segir hún að samfélagið þurfi að finna út úr því hvernig tekið verði á móti þeim sem beita ofbeldi. Það sé ekki mikið rými til þess að viðurkenna brot og það sé auðveldara fyrir gerendur að neita fyrir verknaðinn. Í kjölfarið brotaþolar ekki þá viðurkenningu á verknaðinum, sem getur verið mikilvægur þáttur í því að vinna úr slíku. „Mig dreymir um samfélag þar sem hægt er að takast á við vandann á annan hátt, mig dreymir um mun kröftugri fræðslu um samskipti og kynlíf.“, segir María og bætir við að þriðjungur gerenda hér á landi séu börn í skilningi laga. Með tilkomu Druslugöngunnar segir hún hafa skapast vettvangur til þess að ræða kynferðisbrot opinskátt og fræða aðstandendur um þessi mál. Hún hafi sjálf öðlast það tækifæri með göngunni og endurheimt samskipti við sína nánustu. Hún hafi lært að tala um ofbeldið og það hafi orðið til þess að hún hafi náð miklum bata. „Ég er ekki að segja að ég sé orðin fullkomlega heil, en ofbeldið sem eitt sinn skilgreindi hver ég er, skilgreinir mig ekki lengur.“Frá Druslugöngunni 2015.Vísir/Valgarður Gíslason Druslugangan Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. María Rut ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttir, hefur verið framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti síðustu ár og var hún meðal annars talskona Druslugöngunnar á árunum 2013-2015. Í ræðu sinni talaði María um ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns og hvaða áhrif það hafði á hana. Hún segist hafa ætlað að harka ofbeldið af sér og lokaði á allar tilfinningar eftir tveggja ára ferli innan réttarkerfisins, en uppeldisfaðir hennar var sýknaður í málinu. Það var því kærkomið þegar Druslugangan hafði samband við hana árið 2013 og bað hana um að vera talskona göngunnar. Hún hafði þá tjáð sig um ofbeldið í fjölmiðlum og tilboðið komið flatt upp á hana, en hún hafi fundið kraftinn til að horfast í augu við áhrif ofbeldisins.María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur, í göngunni í dag.Vísir/María Rut Kristinsdóttir„Með hjálp Drusluteymisins, sem ég elska af öllu hjarta, og með því að fara í ótal viðtöl til að ræða mikilvægi göngunnar og þess að uppræta ofbeldið fann ég að hægt og rólega gat ég skorið af mér þau þykku lög sem ég var búin að smyrja utan um mig og berskjaldaði mig alltaf meir og meir. Það var dýrmætt.“ Í ræðunni segir María það vera mikilvægt að umræðan sé opnuð, því það að geta rætt opinskátt um ofbeldið geti verið mikilvægt skref í bataferli þolenda. Hennar eigin heilun hafi falist í því að tjá sig og það séu mistök að loka tilfinningar inni. „Tilfinningar eru nefnilega eins og suðupottur, ef maður setur lokið á mun alltaf flæða upp úr.“ Samfélagið þurfi að ákveða hvernig tekið sé á móti gerendum María segir þróun göngunnar hafa verið ótrúlega og hún hafi verið stór þáttur í því að þolendur hafi loksins fundið hugrekkið til að stíga fram. Samstaðan sé einstök og það veiti þolendum kraft til þess að rjúfa þögnina sem hefur fengið að ráða för alltof lengi. Þá segir hún að samfélagið þurfi að finna út úr því hvernig tekið verði á móti þeim sem beita ofbeldi. Það sé ekki mikið rými til þess að viðurkenna brot og það sé auðveldara fyrir gerendur að neita fyrir verknaðinn. Í kjölfarið brotaþolar ekki þá viðurkenningu á verknaðinum, sem getur verið mikilvægur þáttur í því að vinna úr slíku. „Mig dreymir um samfélag þar sem hægt er að takast á við vandann á annan hátt, mig dreymir um mun kröftugri fræðslu um samskipti og kynlíf.“, segir María og bætir við að þriðjungur gerenda hér á landi séu börn í skilningi laga. Með tilkomu Druslugöngunnar segir hún hafa skapast vettvangur til þess að ræða kynferðisbrot opinskátt og fræða aðstandendur um þessi mál. Hún hafi sjálf öðlast það tækifæri með göngunni og endurheimt samskipti við sína nánustu. Hún hafi lært að tala um ofbeldið og það hafi orðið til þess að hún hafi náð miklum bata. „Ég er ekki að segja að ég sé orðin fullkomlega heil, en ofbeldið sem eitt sinn skilgreindi hver ég er, skilgreinir mig ekki lengur.“Frá Druslugöngunni 2015.Vísir/Valgarður Gíslason
Druslugangan Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent