75 dæmdir til dauða í Egyptalandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:24 Úr réttarsalnum í dag. Vísir/AFP Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 75 einstaklinga til dauða fyrir þátt þeirra í ofbeldisöldunni sem skall á landinu eftir að forsetanum Mohammed Morsi var vikið úr embætti árið 2013. Í hópi þeirra eru meðal annars leiðtogar Bræðralags múslima, en samtökin eru ólögleg í landinu. Aftökudómarnir voru meðal niðurstaðna fjöldaréttarhalda þar sem dómar voru kveðnir upp yfir rúmlega 700 manns. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að þau stangist á við stjórnarskrá Egyptalands. Amnesty International telur þar að auki að þau hafi verið „stórkostlega ósanngjörn.“ Til að mynda hafi meðlimir öryggisveita, sem talin eru hafa myrt tuga mótmælenda í óeirðunum, aldrei verið yfirheyrðir. Mál hinna dauðadæmdu hefur verið vísað til æðsta-múfta landsins, sem tekur lokaákvörðun um hvenær aftökurnar munu fara fram. Um mánuði eftir að forsetanum Morsi var steypt af stóli brutust út mikil átök í Egyptalandi. Hundruð mótmælenda og tugir lögreglumanna féllu í óeirðunum. Meðal þeirra sem handtekin voru eftir átökin var hinn margverðlaunaði ljósmyndari Mahmoud Abou Zeid, sem er betur þekktur sem Shawkan. Hann hafði verið að ljósmynda óeirðirnar þegar hann var handtekinn. Shawkan hefur setið á bakvið lás og slá allar götur síðan. Kveða átti upp dóm í máli hans í dag en dómararnir frestuðu dómsuppkvaðningunni. Eftir óeirðirnar voru stuðningsmenn forsetans ofsóttir af yfirvöldum, sem og meðlimir Bræðralagsins - samtaka sem egypsk stjórnvöld telja nú til hryðjuverkahreyfinga. Mið-Austurlönd Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 75 einstaklinga til dauða fyrir þátt þeirra í ofbeldisöldunni sem skall á landinu eftir að forsetanum Mohammed Morsi var vikið úr embætti árið 2013. Í hópi þeirra eru meðal annars leiðtogar Bræðralags múslima, en samtökin eru ólögleg í landinu. Aftökudómarnir voru meðal niðurstaðna fjöldaréttarhalda þar sem dómar voru kveðnir upp yfir rúmlega 700 manns. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að þau stangist á við stjórnarskrá Egyptalands. Amnesty International telur þar að auki að þau hafi verið „stórkostlega ósanngjörn.“ Til að mynda hafi meðlimir öryggisveita, sem talin eru hafa myrt tuga mótmælenda í óeirðunum, aldrei verið yfirheyrðir. Mál hinna dauðadæmdu hefur verið vísað til æðsta-múfta landsins, sem tekur lokaákvörðun um hvenær aftökurnar munu fara fram. Um mánuði eftir að forsetanum Morsi var steypt af stóli brutust út mikil átök í Egyptalandi. Hundruð mótmælenda og tugir lögreglumanna féllu í óeirðunum. Meðal þeirra sem handtekin voru eftir átökin var hinn margverðlaunaði ljósmyndari Mahmoud Abou Zeid, sem er betur þekktur sem Shawkan. Hann hafði verið að ljósmynda óeirðirnar þegar hann var handtekinn. Shawkan hefur setið á bakvið lás og slá allar götur síðan. Kveða átti upp dóm í máli hans í dag en dómararnir frestuðu dómsuppkvaðningunni. Eftir óeirðirnar voru stuðningsmenn forsetans ofsóttir af yfirvöldum, sem og meðlimir Bræðralagsins - samtaka sem egypsk stjórnvöld telja nú til hryðjuverkahreyfinga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira