Sjaldgæft veðurfyrirbrigði í höfuðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 22:03 Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli. Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira