Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Icelandair lækkar flugið. Vísir/Getty „Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
„Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00