Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Icelandair lækkar flugið. Vísir/Getty „Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
„Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það er alveg ljóst að uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur á síðustu árum verið að verulegu leyti drifinn áfram af vexti í ferðaþjónustu. Þegar svo um hægir í þeim geira mun það hafa áhrif á hagkerfið um leið,“ bætir Daði Már við. Markaðsvirði Icelandair dróst saman um 15 milljarða á einum degi þegar virði hlutabréfa í fyrirtækinu féll um tæp 25 prósent. Virði félagsins hefur minnkað um nærri 150 milljarða frá því að bréf þess voru í hæstu hæðum í apríl 2016.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir tíma samþjöppunar fram undan í íslenskri ferðaþjónustu sem verði ekki sársaukalaus. „Þetta er frétt sem gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig staðan er. Það má segja að það hafi ekki komið á óvart að fjöldatölur séu á niðurleið. Fjörutíu prósenta hækkun milli ára er ekki eitthvað sem endist til langrar framtíðar,“ segir Jóhannes Þór. „Ferðaþjónustan verður að ná jafnvægi til framtíðar. Það er líklegt að framtíðin verði tími samþjöppunar í greininni sem mun fylgja sársauki. Hér eru um 4.000 fyrirtæki í ferðaþjónustu og ljóst að stór hluti eru lítil fyrirtæki. Minnstu fyrirtækin munu kannski eiga erfitt uppdráttar og líklegt að rekstraraðilar sjái hag í að þau verði tekin yfir af þeim stærri,“ bætir Jóhannes við. Daði Már bendir á að mikilvægt sé að fylgjast náið með og bíða með stóra dóma. „Eins og staðan er núna er erfitt að slá einhverju föstu þegar upplýsingarnar eru eins takmarkaðar og raun ber vitni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Hlutabréf í Icelandair á hraðri niðurleið Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur verið á hraðri niðurleið í morgun þegar markaðir opnuðu en í gær sendi félagið frá sér svarta afkomuviðvörun. 9. júlí 2018 10:59
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00