40 ár síðan erlendur þjálfari kom liði í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 16:30 Roberto Martínez, spænskur þjálfari Bekga og franski aðstoðarmaður hans Thierry Henry fagna marki á HM í Rússlandi. Vísir/Getty Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira
Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Sjá meira