Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 20:34 Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018 NATO Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018
NATO Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira