Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir hlutafjárhækkunina í samræmi við vaxtaáform félagsins. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir skýringar forstjórans ekki standast nánari skoðun. Fréttablaðið/Stefán Hluthafafundur Valitors hf. hefur samþykkt að hækka hlutafé greiðslukortafyrirtækisins um 750 milljónir króna. Móðurfélagið, Valitor Holding, sem er alfarið í eigu Arion banka, leggur félaginu til fjármunina. Þetta kemur fram í bréfi sem Valitor skrifaði sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu síðasta fimmtudag, daginn áður en sýslumaðurinn hafnaði kröfu Datacell og Sunshine Press Productions um kyrrsetningu á eignum kortafyrirtækisins. Félögin tvö hafa krafið Valitor um milljarða króna í skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar kortafyrirtækisins á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks árið 2011. Sýslumaður hefur tvívegis hafnað kyrrsetningarkröfu félaganna auk þess sem héraðsdómur hefur staðfest þá niðurstöðu. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjárhækkunin sé í takt við vaxtaáform félagsins. „Við erum að vaxa mikið þessi misserin og þetta er liður í að styðja við þann vöxt,“ nefnir hann. Viðar neitar því aðspurður að hlutafjárhækkunin tengist kyrrsetningarbeiðni Datacell og Sunshine Press Productions með einum eða öðrum hætti. „Nei, skýringin er aðeins sú að við erum í mikilli uppbyggingu og þetta er hluti af því að styðja við hana.“ Í bréfi Valitors til sýslumanns, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að móðurfélagið hafi skuldbundið sig til þess að greiða fyrir hlutaféð innan þrjátíu daga. Í kjölfarið verði fyrirtækjaskrá tilkynnt um hlutafjárhækkunina. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions, segir aðspurður um þær upplýsingar sem fram komi hjá Viðari um hlutafjárhækkun Valitors að skýringar forstjórans á ástæðum hækkunarinnar standist ekki. Ljóst sé að félagið hafi þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutafé sitt um 750 milljónir króna. Tal um aðrar skýringar á hlutafjárhækkuninni standist ekki nánari skoðun.Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions.Vísir/GVA„Það er á hreinu að félag sem er með 7,3 milljarða króna í eigið fé – stjórnendurnir hafa talað um mjög sterka eiginfjárstöðu félagsins – þarf ekki að öllu jöfnu á innspýtingu upp á 750 milljónir króna í formi nýs hlutafjár að halda,“ nefnir hann og bætir við: „Í ljósi þess að afkoma félagsins hefur versnað frá því að kyrrsetningarbeiðni á hendur því var síðast tekin fyrir í mars þá vofði yfir félaginu að sýslumaður myndi nú samþykkja nýja kröfu um kyrrsetningu á eignum þess,“ segir Sveinn Andri. Skilyrði kyrrsetningar um lögvarða kröfu hafi verið uppfyllt og því hafi fyrst og fremst verið til skoðunar hvort uppfyllt væri skilyrði um hvort efndir kröfu yrðu fyrirsjáanlega örðugri ef kyrrsetning næði ekki fram að ganga. Við það mat sé horft til fjárhagsstöðu félagsins.Önnur mynd blasir nú við „Í mars taldi sýslumaður ekki tilefni til þess að samþykkja kyrrsetningarbeiðni vegna þáverandi fjárhagsstöðu félagsins,“ nefnir Sveinn Andri. „Önnur mynd blasir hins vegar við félaginu nú og því var gripið til þeirrar skyndilegu ráðstöfunar að setja 750 milljónir inn í félagið í formi nýs hlutafjár til þess að koma félaginu í jafna stöðu á við það sem það var í mars á þessu ári. Þannig að það yrði ekki ástæða fyrir sýslumann að breyta frá fyrri ákvörðun sinni,“ útskýrir hann. Fram kom í Markaðinum í maí að tap Valitors hf. hefði numið ríflega 422 milljónum króna fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar tapaði félagið um 66 milljónum á sama tímabili í fyrra. Sem kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu á árinu 2013 að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri greiðslugátt en Datacell og Sunshine Press Productions önnuðust rekstur gáttarinnar. Deila félaganna og Valitors hefur einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í mars kröfu félaganna um að kyrrsettar yrðu eignir Valitors fyrir ríflega 6,4 milljarða króna á þeirri forsendu að staða kortafyrirtækisins hefði ekki versnað og að lækkun eigin fjár þess væri til þess að gera lítil. Héraðsdómur staðfesti, líkt og áður sagði, þá niðurstöðu. Sýslumaðurinn komst að sömu niðurstöðu síðasta föstudag. Í tilkynningu Valitors vegna málsins kom fram að langstærstur hluti krafna félaganna á hendur Valitor væri krafa Sunshine Press Productions en félagið hefði aldrei átt í viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hefðu tekjur félagsins verið hverfandi litlar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira
Hluthafafundur Valitors hf. hefur samþykkt að hækka hlutafé greiðslukortafyrirtækisins um 750 milljónir króna. Móðurfélagið, Valitor Holding, sem er alfarið í eigu Arion banka, leggur félaginu til fjármunina. Þetta kemur fram í bréfi sem Valitor skrifaði sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu síðasta fimmtudag, daginn áður en sýslumaðurinn hafnaði kröfu Datacell og Sunshine Press Productions um kyrrsetningu á eignum kortafyrirtækisins. Félögin tvö hafa krafið Valitor um milljarða króna í skaðabætur vegna ólögmætrar riftunar kortafyrirtækisins á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks árið 2011. Sýslumaður hefur tvívegis hafnað kyrrsetningarkröfu félaganna auk þess sem héraðsdómur hefur staðfest þá niðurstöðu. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjárhækkunin sé í takt við vaxtaáform félagsins. „Við erum að vaxa mikið þessi misserin og þetta er liður í að styðja við þann vöxt,“ nefnir hann. Viðar neitar því aðspurður að hlutafjárhækkunin tengist kyrrsetningarbeiðni Datacell og Sunshine Press Productions með einum eða öðrum hætti. „Nei, skýringin er aðeins sú að við erum í mikilli uppbyggingu og þetta er hluti af því að styðja við hana.“ Í bréfi Valitors til sýslumanns, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að móðurfélagið hafi skuldbundið sig til þess að greiða fyrir hlutaféð innan þrjátíu daga. Í kjölfarið verði fyrirtækjaskrá tilkynnt um hlutafjárhækkunina. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions, segir aðspurður um þær upplýsingar sem fram komi hjá Viðari um hlutafjárhækkun Valitors að skýringar forstjórans á ástæðum hækkunarinnar standist ekki. Ljóst sé að félagið hafi þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutafé sitt um 750 milljónir króna. Tal um aðrar skýringar á hlutafjárhækkuninni standist ekki nánari skoðun.Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions.Vísir/GVA„Það er á hreinu að félag sem er með 7,3 milljarða króna í eigið fé – stjórnendurnir hafa talað um mjög sterka eiginfjárstöðu félagsins – þarf ekki að öllu jöfnu á innspýtingu upp á 750 milljónir króna í formi nýs hlutafjár að halda,“ nefnir hann og bætir við: „Í ljósi þess að afkoma félagsins hefur versnað frá því að kyrrsetningarbeiðni á hendur því var síðast tekin fyrir í mars þá vofði yfir félaginu að sýslumaður myndi nú samþykkja nýja kröfu um kyrrsetningu á eignum þess,“ segir Sveinn Andri. Skilyrði kyrrsetningar um lögvarða kröfu hafi verið uppfyllt og því hafi fyrst og fremst verið til skoðunar hvort uppfyllt væri skilyrði um hvort efndir kröfu yrðu fyrirsjáanlega örðugri ef kyrrsetning næði ekki fram að ganga. Við það mat sé horft til fjárhagsstöðu félagsins.Önnur mynd blasir nú við „Í mars taldi sýslumaður ekki tilefni til þess að samþykkja kyrrsetningarbeiðni vegna þáverandi fjárhagsstöðu félagsins,“ nefnir Sveinn Andri. „Önnur mynd blasir hins vegar við félaginu nú og því var gripið til þeirrar skyndilegu ráðstöfunar að setja 750 milljónir inn í félagið í formi nýs hlutafjár til þess að koma félaginu í jafna stöðu á við það sem það var í mars á þessu ári. Þannig að það yrði ekki ástæða fyrir sýslumann að breyta frá fyrri ákvörðun sinni,“ útskýrir hann. Fram kom í Markaðinum í maí að tap Valitors hf. hefði numið ríflega 422 milljónum króna fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar tapaði félagið um 66 milljónum á sama tímabili í fyrra. Sem kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu á árinu 2013 að Valitor hefði brostið heimild til þess að loka umræddri greiðslugátt en Datacell og Sunshine Press Productions önnuðust rekstur gáttarinnar. Deila félaganna og Valitors hefur einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í mars kröfu félaganna um að kyrrsettar yrðu eignir Valitors fyrir ríflega 6,4 milljarða króna á þeirri forsendu að staða kortafyrirtækisins hefði ekki versnað og að lækkun eigin fjár þess væri til þess að gera lítil. Héraðsdómur staðfesti, líkt og áður sagði, þá niðurstöðu. Sýslumaðurinn komst að sömu niðurstöðu síðasta föstudag. Í tilkynningu Valitors vegna málsins kom fram að langstærstur hluti krafna félaganna á hendur Valitor væri krafa Sunshine Press Productions en félagið hefði aldrei átt í viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hefðu tekjur félagsins verið hverfandi litlar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira
Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00
Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00